Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Vaxtahækkunin til að hemja verðbólgu

04.11.2011 - 09:50
Mynd með færslu
 Mynd:
Seðlabankastjóri hafnar því að efnahagsbatinn fari út af sporinu í kjölfar hækkunar stýrivaxta.

Hann svaraði gagnrýni atvinnulífsins á hækkun stýrivaxta á ráðstefnu í Hörpu í morgun. Viðskiptaráð Íslands stóð fyrir morgunfundi í dag í kjölfar útgáfu nýrra Peningamála Seðlabanka Íslands og ákvörðunar Peningastefnunefndar um hækkun stýrivaxta.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, svarði þar gagnrýni sem heyrst hefur í kjölfar hækkunarinnar. Forkólfar atvinnulífsins og formaður Sjálfstæðisflokksins eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hækkunina opinberlega.

Már sagði verkefni bankans fyrst og fremst að hemja verðbólguna og það væri gert með hækkun stýrivaxta. Verkefni bankans væri ekki að stýra hagvexti. Kæmi hækkunin ekki til gætu vextir hækkað úr hófi.  Þá hafnaði Már því að efnahagsbatinn færi út af sporinu vegna hækkunarinnar. Hækkunin sé hófleg á þessum tímapunkti.