Vatnstjón í bílageymslu á Seltjarnarnesi

Mynd með færslu
 Mynd:
Hitaveituinntak fór í sundur í bílageymslu í stóru skrifstofuhúsnæði á Seltjarnarnesi fyrr í kvöld. Dælubíll frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var kallaður út. Aðgerðir slökkviliðsins tóku um einn og hálfan klukkutíma. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu fór mikið vatn, gufa og bleyta við það að inntakið fór í sundur, og tjón varð.

Rafvirki frá Veitum var sendur á staðinn til að loka fyrir rafmagn svo slökkvilið gæti sinnt sínum störfum. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum var inntakið í sama rými og aðalrafmagnstafla hússins og því þurfti að slá út rafmagni á húsinu tímabundið.

 

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi