Vatnssuðu aflétt á Reykhólum eftir tíu vikna mengun

09.12.2019 - 17:31
Drónamyndir af Reykhólum.
 Mynd: RÚV - Jóhannes Jónsson
Vatnssuðu á neysluvatni á Reykhólum hefur verið aflétt. Þrjú sýni frá 3. desember voru mengunarlaus. E.coli-mengun var viðvarandi í neysluvatni á Reykhólum í um tíu vikur, eða frá sýnatökum 17. nóvember.

Heilbrigðisnefnd Vestfjarða sendir Reykhólahrepp áminningu vegna seinagangs á fyrirbyggjandi viðbrögðum og að frekari úrbóta sé þörf. 

 

Í nóvember sagði Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, að nýtt geislatæki væri væntanlegt sem geislar vatnið og gerir þannig gerla óvirka. Þá sagði hann einnig í nóvember að erfitt væri að komast að vatninu, en að augljóst væri að ráðast þyrfti þegar í framkvæmdir.

 

elsamd's picture
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi