Dropinn af íslensku vatni á flöskum er misdýr. Í facebookfærslu sem Guðmundur Sigurðsson birtir í gær eru myndir af vatnsflöskum frá Iceland spring. Önnur myndin tekin í verslun Select við Vesturlandsveg þar sem hálfslítra flaska af vatni kostar 349 krónur, hin á McDonalds hamborgarastað í Tælandi þar sem flaskan kostar 45 baht eða um 160 íslenskar krónur. Vatnið því meira en helmingi dýrara á Íslandi en í Tælandi og munar næstum því 190 krónum, 218%.