Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Vatnsflaskan mun dýrari í Reykjavík en Tælandi

29.03.2016 - 11:08
Vatnsdropar að falla í vatnsglas.
 Mynd: Michael Faes - Freeimages
Dropinn af íslensku vatni á flöskum er misdýr. Í facebookfærslu sem Guðmundur Sigurðsson birtir í gær eru myndir af vatnsflöskum frá Iceland spring. Önnur myndin tekin í verslun Select við Vesturlandsveg þar sem hálfslítra flaska af vatni kostar 349 krónur, hin á McDonalds hamborgarastað í Tælandi þar sem flaskan kostar 45 baht eða um 160 íslenskar krónur. Vatnið því meira en helmingi dýrara á Íslandi en í Tælandi og munar næstum því 190 krónum, 218%.

 Guðmundur bendir á að það sé ekki nema örskotsspölur frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar yfir í verslunina en vatnið hafi verið flutt yfir hálfan hnöttinn til Tælands. Iceland spring er þó hægt að finna í verslun í Reykjavík fyrir heldur minna en í Tælandi, kostar til dæmis 139 krónur í netverslun Hagkaups. 

 

Við erum hreint alveg yndislega vön og ánægð með að láta okra á okkur alla lífsins leið. Yfirleitt er það á gert á...

Posted by Guðmundur Sigurðsson on 28. mars 2016

annakj's picture
Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV