Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Vatnsdæling veldur skjálftum

13.09.2011 - 10:30
Dæling Orkuveitunnar á vatni niður í fjórar borholur við Húsmúla á Hellisheiði varð til þess að um 250 vægir jarðskjálftar mældust þar frá miðnætti og fram á morgun. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að verið sé að færa niðurrennslisveitu Hellisheiðavirkjunnar frá Gráhnúkum að Húsmúla. Nauðsynlegt sé fyrir virkjunina að vatni sé skilað aftur ofan í jarðlögin. Mannvirkjum stafi ekki hætta skjálftunum.

Tvö rannsóknarverkefni Orkuveitunnar og fleiri stofnana sem lúta annars vegar að dælingu koltvísýrungs og hins vegar brennisteinsvetni í bland við affallsvetni niður í jarðlögin standi yfir á Hellisheiði. Niðurdæling vegna þeirra verkefna sé hins vegar ekki hafin.