Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Varðmenn Steinunnar á þaki Arnarhvols

Mynd: RUV / RUV

Varðmenn Steinunnar á þaki Arnarhvols

27.06.2019 - 15:35

Höfundar

Steinunn Þórarinsdóttir kemur fyrir ellefu styttum á þaki Arnarhvols. þar sem fjármálaráðuneytið er til húsa, á sýningunni Tákn í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur.

Sýningin var fyrst sett upp á sögusafni þýska hersins í Dresden á sýningu sem nefndist Targeted interventions eða Hnitmiðuð inngrip. Inni í safninu var önnur sýning sem hét Gender and violence eða Kynofbeldi og segir Steinunn að hugmyndin hafi verið að upp sýningu á safnabyggingunni til að spyrja áhorfendur spurninga áður en þeir færu inn í safnið. 

„Svo komum við með hana heim af því tilefni að Listasafn Reykjavíkur varpar nú ljósi á list í almannarými árið 2019. Það var ekki auðvelt að finna rétta staðinn en okkur fannst þetta vera svo einföld og falleg bygging en um leið mjög klassísk á þessum magnaða stað á Arnarhóli.“

Mynd með færslu
 Mynd: RUV

 

Steinunn segir að safnahús þýska hersins og Arnarhvoll eigi það sameiginlegt að í þeim býr vald. „Það hefur áhrif á merkingu á verkunum því þau taka á sig ákveðna viðkvæmni en um leið styrk. Vald er jú vald en hver hefur valdið og hver er valdalaus, það er spurning sem ég hef líka verið að spyrja í mínum sýningum.“

 

Steinunn segir að viðtökurnar hafi hingað til verið góðar, sem hafi þó ekki verið sjálfgefið; sýningin sé jú inngrip í þekkt umhverfi. „Okkar tilgangur var líka að hrista upp í fólki og láta það taka eftir mjög þekktu kennileiti eins og Arnarhvoli af því að við höfum ákveðna tilhneigingu til að gleyma umhverfi okkar og hætta að skoða og nú er hægt að skoða þessa byggingu með nýjum augum.“

Tengdar fréttir

Myndlist

Verk Steinunnar á lista New York Times

Myndlist

„Jájá, þetta verður bara fínt hobbí hjá þér“

Stúlkan frá Púertó Ríkó og Steinunn

Menningarefni

Býr til sívinsælar manneskjur