Elísabet Siemsen var gestur Viðars Eggertssonar í þættinum Segðu mér á Rás 1, miðvikudaginn 15. nóvember 2017.
Á unglingsárunum hafði hún mikinn metnað að verða píanóleikari og var í tónlistarnámi. En þegar hún veiktist þá varð hún að leggja píanónáminu og huga að annars konar starfsframa. Kennsla og skólamál hafa síðan átt hug hennar allan.
Elísabet stundaði nám í MR á fornmálabraut og útskrifaðist úr skólanum árið 1975. Eftir það hefur hún starfað meiira og minna í skólamálum og fræðslu ungmenna. Hún kenndi þýsku við MR veturinn 1978-1979, þá aðeins 23ja ára gömul. Frá 1982 starfaði hún að mestu við Fölbrautarskólann í Garðabæ. Hún kenndi þýsku í öllum áföngum til stúdentsprófs. Byggði upp þýskunámið í skólanum og var bæði um tíma deildarstjóri sem og kennslustjóri við skólann. Hún byggði upp forvarnarstarf í fjölbrautaskólanum í Garðabæ og varð fyrsti forvarnarfulltrúi framhaldsskóla á Íslandi.
Þegar fram liðu stundir varð Elísabet áfangastjóri við skólann. Síðan aðstoðarskólameistari og síðasta vetur var hún settur skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, en núna nýráðinn rektor Menntaskólans í Reykjavík.
Elísabet segir frá lífshlaupi sínu og áhugamálum í þættinum.