Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Varað við svifryksmengun á Akureyri

12.11.2019 - 15:38
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Varað er við mikilli svifryksmengun á Akureyri í dag og næstu daga. Götur eru þurrar, vindur hægur og því má búast við því að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk, að því er fram kemur á vef Akureyrarbæjar.

Börn ættu að forðast útivist við fjölfarnar götur

Klukkan þrjú í dag sýndu mælingar á loftgæðum við Strandgötu á Akureyri 204,0 µg/m³, fari mælingar yfir 100 µg/m³ telst það slæmt og einstaklingum með ofnæmi eða alvarlega hjarta- eða lungnasjúkdóma ráðlagt að forðast staði þar sem hætta er á mikilli mengun. 

Þegar styrkurinn er kominn yfir 150 µg/m³ geta þeir einstaklingar sem ekki eiga við vandamál í öndunarfærum að stríða fundið fyrir óþægindum. 

Samkvæmt vef Umhverfisstofnunar mælast loftgæði góð annars staðar á landinu. 

 

Mynd með færslu
Akureyri 12.10.2019