Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Vara við reiðhjólaþjófnaði í Reykjavík

12.07.2019 - 10:48
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Reiðhjólaþjófnaður hefur aukist talsvert undanfarið og hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nú varað við slíkum þjófnaði á Facebook-síðu sinni. Lögreglan segir þjófana ansi bíræfna, ekki skipti máli þótt hjólin séu vel læst. Klippt sé á lása og farið sé inn í hjólageymslur.

Lögreglan telur líklegt að þjófar reyni að selja hjólin. Hún biður því fólk um að vera á varðbergi gagnvart slíku. 

Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi, ræddi málið í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 fyrr í vikunni. Hann sagði að alls væri búið að skrá 209 reiðhjólaþjófnaði á fyrstu sex mánuðum þessa árs, miðað við 181 á sama tímabili í fyrra. Þá vildi hann ekki staðfesta hvort þetta væri skipulögð glæpastarfsemi. Lögreglunni gruni þó að hjólin séu send strax úr landi. 

helenars's picture
Helena Rós Sturludóttir
Fréttastofa RÚV