Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Vara við falsfréttum í kosningabaráttunni

15.11.2019 - 19:21
Mynd: ANDREW PARSONS / EPA
Baráttan við falsfréttir er nokkuð áberandi í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í Bretlandi þann tólfta desember næstkomandi. Brexit verður þó aðal kosningamálið, segir sendiherra Bretlands hér á landi.

Í myndskeiðinu í spilaranum hér að ofan má sjá þá Boris Johnson og Jeremy Cobyn ausa hvorn annan lofi. Þetta eru þó orð sem þeir hafa aldrei sjálfir sagt,  því myndskeiðin eru hluti af herferð samtaka sem berjast gegn falsfréttum, unnin með aðstoð tölvutækninnar.

Auglýsingunum er ætað að verða víti til varnaðar þegar falsfréttir eru annars vegar í aðdraganda þingkosninga í Bretlandi þann 12. desember. Ekki trúa öllu sem þú sérð eða heyrir. 

Því kosningabaráttan er farin á fullt. Frambjóðendur ferðast um allar trissur og hitta fólk, kjósendur, við hinar ýmsu aðstæður. 

Þannig hefur Verkamannaflokkurinn nú lofað að allir Bretar hafi aðgengi að ljósleiðaratengingu fyrir 2030.  Frjálslyndir demókratar hafa lofað að koma á sjóði til stuðnings baráttu gegn loftslagsvá. 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV