Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Vara fólk við að fara til Haítí

05.03.2020 - 23:06
epa08245239 Protesters block the streets leading to the house of the President of Haiti, Jovenel Moise, during a new day of protests in Port-au-Prince, Haiti, 24 February 2020. The Haitian capital lives a day of protests, barricades, and paralysis in commercial activities, a day after a bloody shooting between police and military in the center of Port-au-Prince. The demonstration toured avenues in the center of the capital, gathering dozens of police and civilians, in support of the uniformed labor demands.  EPA-EFE/Jean Marc Herve Abelard
 Mynd: EPA - RÚV
Bandaríska utanríkisráðuneytið varaði í dag bandaríska ríkisborgara við því að ferðast til Haítí vegna mikillar glæpaöldu þar. Þar sé meðal annars hætta á mannránum. „Alvarlegir glæpir eins og vopnuð rán og bílaþjófnaðir eru algengir. Mannrán eru líka tíð,“ sagði í skilaboðunum.

„Mannræningjar eru skipulagðir en nýta sér líka færi sem gefast,“ segir í skilaboðunum. Einnig var varað við ofbeldisfullum mótmælum og tekið var fram að neyðarþjónusta eins og sjúkrabílar séu fáir, eða alls ekki til staðar.

Bandaríkin setja ferðatakmarkanir á starfsfólk bandaríska sendiráðsins í Haítí. Þeir mega ekki nota almenningssamgöngur, eða leigubíla eða ferðast nokkurs staðar milli 1 og 5 á nóttunni.

Mikil reiði hefur ríkt undanfarið gagnvart Jovenel Moise, forseta Haítí, en í maí var hann sakaður um aðild að stórkostlegri spillingu.

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV