Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Vantraust á oddvita Fljótsdalshrepps og nýr kjörinn

04.03.2020 - 14:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Nýr oddviti var óvænt kjörinn á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps sem haldinn var í gær. Kosningin fylgdi í kjölfar tillögu um vantraust á fráfarandi oddvita.

Austurfrétt segir frá því að Anna Jóna Árnmarsdóttir, fulltrúi í sveitastjórn Fljótsdalshrepps, hafi borði upp vantrauststillögu á Gunnþórunni Ingólfsdóttur, sem verið hefur oddviti Fljótsdælinga óslitið frá árinu 2002. Tillagan var samþykkt og Jóhann Frímann Þórhallsson, kjörinn nýr oddviti.

Ástæða vantraustsins er sagt mál sem fráfarandi oddviti vildi keyra í gegn án stuðnings sveitarstjórnar og íbúa. Bygging skemmu sem ætti að kosta sveitafélagið 90 milljónir króna.

Auk þess að vera oddviti hefur Gunnþórunn gegnt stöðu sveitarstjóra. Ekki er ljóst hvort hún muni gegn því starfi áfram eftir að nýr oddviti hefur verið kjörinn.

 

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV