Vanræktur páfagaukur tekinn af eiganda

26.11.2019 - 10:36
epa03967018 A parrot in its cage in New Delhi, India on 27 November 2013. According to reports, caging parrots or any Indian bird is illeagal under wildlife protection act.  EPA/MONEY SHARMA
Hægt er að kenna sumum páfagaukum að segja næstum hvað sem er. Tekið skal fram að þetta er ekki orðljóti gaukurinn á Sardiníu.  Mynd: EPA
Matvælastofnun fann við eftirlit sitt tvo horaða páfagauka í búri á Norðurlandi, þar af var annar dauður. Ástand þeirra mátti rekja til vanfóðrunar og vatnsleysis. Páfagaukurinn sem lifði var tekinn tafarlaust af eigandanum. Málið er til meðferðar hjá Matvælastofnun sem leitar nú að nýju heimili fyrir páfagaukinn.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun er ítrekað að bannað sé að beita gæludýr illri meðferð. Ekki sé heimilt að skilja búrfugla eftir án eftirlits lengur en í einn sólarhring. Gæta skuli þess að gæludýr séu í eðlilegum holdum og dauð dýr á tafarlaust að fjarlæga frá lifandi dýrum.

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi