Hvorki Valur né Breiðablik höfðu tapað leik í úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðin gerðu tvö jafntefli í innbyrðisviðureignum sínum en markalaust jafntefli Breiðabliks og Þórs/KA í ágústbyrjun kom Val upp fyrir Blika og því gat Valur tryggt sér 11. Íslandsmeistaratitilinn og þann fyrsta frá árinu 2010.