Valskonur unnu með 35 stiga mun

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Valskonur unnu með 35 stiga mun

09.10.2019 - 20:55
Önnur umferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta var leikin í kvöld. Á Hlíðarenda tóku Íslands- og bikarmeistarar Vals á móti Snæfelli. Valur átti aldrei í vandræðum með andstæðinga sína og unnu að lokum með 35 stiga mun.

Valskonur unnu stórsigur á móti Grindavík í fyrstu umferð á meðan Snæfellingar vann öruggan sigur á Breiðabliki. En í kvöld voru það Íslandsmeistararnir sem réðu lögum og lofum. Kiana Johnson skoraði 33 stig í leiknum fyrir Valskonur. Dagbjört Dögg Karlsdóttir bætti 23 stigum við og Helena Sverrisdóttir skilaði 22 stigum í leik sem Valur vann 110-75. Valur hefur þar með unnið báða leiki sína í deildinni það sem af er leiktíð.

Önnur úrslit kvöldsins urðu þau að Keflavík vann ellefu stiga útisigur á Haukum, 65-54. KR-ingar höfðu betur á móti Breiðabliki, 78-69. Skallagrímur vann svo fimmtán stiga heimasigur á Grindavík, 74-59.