Útpæld pólitík en átakanleg ástarsaga

Mynd með færslu
 Mynd: Lucasfilm - Pinterest

Útpæld pólitík en átakanleg ástarsaga

01.11.2019 - 11:08
Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðamaður, og Donna Cruz, kvikmyndaleikkona, eru sammála um að í Star Wars kvikmyndinni Attack of the Clones sé pólitíkin útpæld en ástarsamband Anakin Skywalker og Padmé sé eitt það versta í kvikmyndasögunni.

Annar kafli Star Wars sögunnar, kvikmyndin Attack of the Clones frá árinu 2002, var byltingarkennd fyrir margar sakir. Hún notfærði sér nýjar tækninýjungar og brellur og ein fyrsta kvikmyndin til að vera alfarið tekin upp stafrænt. 

Í öðrum þætti af Hans Óli skaut fyrst, ræðir Geir Finnsson við Ingunni Láru Kristjánsdóttur og Donnu Cruz um þessa margslungnu mynd, hormónafulla táninga í angist og sand...sem er óþægilegur.

Viðtökurnar við myndinni voru reyndar ekkert sérstakar en það er samróma álit flestra að ástarsaga Anakin og Padmé sé einstaklega misheppnuð en stjórnmálahluti myndarinnar sé áhugaverður. „Myndin sýnir mjög vel hvernig lýðræði breytist í fasistaríki og þar held ég að hann hafi mikið bara verið að draga úr heimssögunni. Þetta er útpæld pólitík en illa útpæld ástarsaga,“ segir Ingunn Lára. „Meira að segja kossinn þeirra var ekkert spennandi,“ bætir Donna við.  

Í tilefni þess að níunda og síðasta kvikmyndin í Star Wars sögu Skywalker-fjölskyldunnar verður frumsýnd í desember sest stjörnustríðs nördinn Geir Finnsson niður með öðrum aðdáendum myndanna og kryfur þær í níu þátta hlaðvarpsseríu. Þú getur hlustað á annan kafla hér og á Spotify en þættirnir verða bráðlega aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitum. 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Jar Jar Binks eldist ekki sérstaklega vel

Erlent

Star Wars-blaðamaður sakaður um falsfréttir

Kvikmyndir

Carrie Fisher meðal leikenda í Star Wars IX

Star Wars aðdáendur eru ógeðslega leiðinlegir