Útgöngubann í gjörvallri Argentínu

20.03.2020 - 04:31
epa08308305 A handout photo made available by the Presidency of Argentina shows Argentinian President Alberto Fernandez (C) speaking during a press conference at the Presidential House Quinta de Olivos in Buenos Aires, Argentina, 19 March 2020. Fernandez told Argentinians to stay home from 20 to 31 March 2020 to curb the spread of coronavirus.  EPA-EFE/PRESIDENCY OF ARGENTINA HANDOUT HANDOUT/ONLY EDITORIAL USE/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - PRESIDENCY OF ARGENTINA
Alberto Fernández, forseti Argentínu, gaf í gærkvöld út tilskipun þess efnis að allir landsmenn skuli halda sig heimavið frá deginum í dag til 31. mars, til að hamla gegn útbreiðslu COVID-19 í landinu. Heimasóttkvíin er ekki valkvæð, heldur lögbundin skylda, sagði forsetinn í sjónvarpsávarpi að kvöldi fimmtudags, og hét því að öllum tiltækum ráðum yrði beitt til að verja heilsufar þjóðarinnar.

Fyrirkomulagið er svipað og tíðkast hefur á Ítalíu og Spáni og jafngildir í raun útgöngubanni. Einungis er heimilt að fara út af heimilinu til að afla vista og lyfja og sinna öðrum brýnum erindum. Um 43 milljónir manna búa í Argentínu. 128 COVID-19 smit hafa verið staðfest í landinu og þrjú dauðsföll af völdum sjúkdómsins. 

Vika er síðan stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum, lokuðu á allar flugsamgöngur frá Evrópu, Bandaríkjunum, Japan, Suður-Kóreu, Kína og Íran í 30 daga, og fyrirskipuðu tveggja vikna einangrun allra borgara í áhættuhópum. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi