Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Útdauð manntegund uppgötvuð í Afríku

16.02.2020 - 18:12
epa04591496 The partial skull of a modern human (Homo sapiens) (C) is placed between a Neanderthal (L) skull and a complete modern human skull (R) on display outside the Manot stalactite cave in northern Israel, 28 January 2015. The 55,000-year-old skull was discovered marking what the Israeli Antiquities Authority says is 'one of the most important discoveries in the study of human evolution.' The skull is of a modern human, or 'Homo sapiens,' and is the earliest fossilized evidence outside of Africa indicating that the human population originated in Africa and emigrated from there 65,000 years ago, shedding light on modern human evolution in the 'out of Africa' theory and putting modern humans in a wave of migration that replaced indigenous populations such as Neanderthals in Europe and Western Asia. The partial skull was dated by means of uranium-thorium.  EPA/JIM HOLLANDER
 Mynd: epa
Vísindamenn við Kaliforníu-háskóla í Bandaríkjunum telja sig hafa uppgötvað áður óþekkta manntegund sem uppi var í Afríku fyrir meira en 40.000 árum. Þeir telja þessa tegund hafa erfðablandast nútímamanninum.

Þessi nýja rannsókn var gerð opinber í vísindatímaritinu Science Advances í vikunni. Hún gefur til kynna að rekja megi allt að 20 prósent erfðamengis þeirra sem nú búa í Vestur-Afríku til þessarar „draugaþjóðar“ eins og tegundin er kölluð í greininni. 

Sriram Sankararaman, prófessor í erfðafræði og tölvunarfræði við háskólann og höfundur rannsóknarinnar, segir að niðurstöður bendi til þess að nútímamaðurinn og þessi útdauða tegund hafi blandast fyrir 43.000 árum. Hins vegar sé nánast ekkert vitað um tilvist þessarar tegundar, hvar hún hélt til og hver örlög hennar urðu.

Nútímamaðurinn kom til sögunnar fyrir meira en 300.000 árum. Rætur hans liggja í Afríku en hann hefur síðan lagt undir sig jörðina. Nútímamaðurinn blandaði geði og genum við Neanderdalsmanninn og hinn minna þekkta Denísóvamann sem uppgötvaðist fyrst fyrir 10 árum. Hvoru tveggja gerðist þegar nútímamaðurinn hóf að nema land utan Afríku. Í erfðaefni nútímamannsins er að finna erfðaefni úr báðum þessum tegundum og nú er sem sé tilkomið erfðaefni úr þriðju útdauðu manntegundinni.
 

 

johannhlidar's picture
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV