Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Utanvegaakstur í friðlandi að Fjallabaki

31.05.2019 - 10:13
Mynd með færslu
 Mynd: Umhverfisstofnun
Ólöglegur akstur utan vega er ein mesta ógnin gegn verndun í friðlandi að Fjallabaki. Þegar fjallvegir voru opnaðir í vor sáust mörg ljót sár eftir utanvegaakstur á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun.

Áhrif utanvegaaksturs eru slæm, ekki eingöngu vegna þess að ásýnd svæðisins versnar heldur skilja hjólförin rákir og sár sem geta verið tugi ára að jafna sig. Þá skapast kjöraðstæður fyrir vatnsrof sem veldur jarðvegsrofi. 

Mynd með færslu
 Mynd: Umhverfisstofnun
Hjólför eftir utanvegaakstur á svæðinu. Mynd: Umhverfisstofnun

Síðastliðin ár hefur Umhverfisstofnun ásamt fleirum staðið fyrir átaki til koma í veg fyrir utanvegaakstur. Átakið hefur borið nokkurn árangur og eru almenningur og ferðaþjónustufyrirtæki orðin meðvitaðri um alvarleika utanvegaaksturs fyrir náttúruna. Landverðir starfa einungis yfir sumartímann en ferðamenn fara um landið allan ársins hring. Mikil tími fer í það hjá landvörðum á sumrin að lagfæra og hafa eftirlit með sárum eftir utanvegaakstur.

Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að mikilvægt sé að ná til ferðamanna áður en lagt er af stað í ferðalag í náttúru landsins. 

helenars's picture
Helena Rós Sturludóttir
Fréttastofa RÚV