Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Úrskurður Óbyggðanefndar hefur ekki áhrif á virkjun

24.02.2020 - 12:30
Mynd með færslu
 Mynd: Lára Ómarsdóttir - RÚV
Fyrirtækið Vestuverk telur að úrskurður Óbyggðanefndar um að Drangajökull sé þjóðlenda hafi ekki áhrif á fyrirætlanir um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum. Úrskurðurinn var birtur fyrir helgi og var hans beðið með óþreyju þar sem talið var að gæti haft áhrif á deilur um virkjunina með tilliti til landamerkja jarðanna Engjaness og Drangavíkur og þar sem hvort fyrirhugað land undir uppistöðulón væri í eigu virkjanasinna eða –andstæðinga.

Elías Kristinsson á Dröngum sagði fyrir helgi að hann teldi að úrskurðurinn gæti verið hagstæður andstæðingum virkjunarinnar, en því er Vesturverk ósammála.

Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, segir að fyrirtækið meti það sem svo að Óbyggðanefnd hafi ekki skorið úr í ósamræmi við þau landamerki sem unnið hefur verið með fyrir virkjunina. Ef eitthvað staðfesti úrskurðurinn þau.

Mynd með færslu