Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Úrskurður kærunefndar í máli Tamíla felldur úr gildi

epa07550537 Sri Lankan security personnel stand guard after the clashes erupted between the two communities in Negombo near Colombo, Sri Lanka 06 May 2019. Police spokesman Ruwan Gunasekara said the situation has been brought under control after the weekend clashes in  Negombo that has majority Sinhalese Catholic community. Security was on high alert in the island after at least 259 people were killed and hundreds more injured in a coordinated series of blasts during the Easter Sunday service at churches and hotels on 21 April 2019.  EPA-EFE/M.A.PUSHPA KUMARA
Öryggisgæsla hefur verið aukin verulega á Sri Lanka síðan um Páska. Mynd: EPA-EFE - EPA
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála í máli Tamíla frá Sri Lanka sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir nærri þremur árum. Dómurinn taldi að mat kærunefndarinnar á trúverðugleika framburðar mannsins um illa meðferð stjórnvalda á Sri Lanka á Tamílum hafi verið ekki verið málefnalegt og forsvaranlegt.

Maðurinn var á leið til Kanada í mars fyrir þremur árum þegar hann var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli fyrir að framvísa vegabréfi annars manns. Hann sótti um alþjóðlega vernd hjá Útlendingastofnun en þeirri umsókn var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Var það niðurstaða stofnunarinnar að senda skyldi manninn aftur til Ítalíu.

Kærunefnd sendir málið aftur

Maðurinn kærði þá niðurstöðu til kærunefndar útlendingamála sem lagði fyrir Útlendingastofnun að taka málið fyrir að nýju þar sem skort hefði á rannsókn málsins.  Ekki hefði verið aflað læknisfræðilegra gagna um andlega heilsu mannsins. Maðurinn var í framhaldinu boðaður aftur í viðtöl hjá Útlendingastofnun þar sem hann greindi frá því að hann hefði verið fangelsaður og sætt pyndingum í heimalandi sínu.

Í apríl 2018 komst Útlendingastofnun að því að maðurinn væri ekki flóttamaður og var umsókn hans um dvalarleyfi synjað.  Stofnunin taldi að frásögn mannsins af pyndingum af hálfu öryggissveita í heimalandi sínu væri trúverðug en hann hefði ekki ríka ástæðu til að óttast ofsóknir.

Gert að yfirgefa landið

Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu í ágúst sama ár og gerði manninum að yfirgefa landið innan 30 daga. Maðurinn ákvað þá að leita réttar síns fyrir dómstólum og féllst nefndin á að fresta brottförinni á meðan.

Héraðsdómur segir að í úrskurði kærunefndarinnar hafi óhæfilega mikil áhersla verið lögð á innbyrðis misræmi milli skýrslna sem maðurinn gaf hjá Útlendingastofnun. Ekkert hafi verið tekið mark á þeim skýringum sem maðurinn gaf á því hvers vegna það var. 

Gjalda verði varhug við því að leggja of mikið upp úr því sem komi ekki fram í fyrstu viðtölum. Mat kærunefndar á trúverðugleika mannsins hafi því ekki verið málefnalegt og forsvaranlegt.  Þá hafi íslensk stjórnvöld ekki þekkt sérstaklega vel til ástandsins í Srí Lanka, svo sem vegna fjölda umsókna hælisleitenda þaðan. 

Dómurinn segir jafnframt að af gögnum málsins verði ráðið að Tamílar sæti enn mismunun og séu líklegri til að þurfa að þola áreiti og ofbeldi af hálfu lögreglu og öryggissveita.  Þá kunni blikur að vera á lofti vera nýlegra stjórnarskipta í landinu. Var úrskurður kærunefndarinnar því felldur úr gildi enda taldi dómurinn að horfa yrði til þeirra hagsmuna sem væru í húfi fyrir manninn og hve íþyngjandi niðurstaða stjórnvalda væri fyrir hann.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV