Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Upplýsingafundur Almannavarna um COVID-19

13.03.2020 - 13:38
Mynd: Alma Ómarsdóttir / RÚV
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til fjölmiðlafundar kl. 14 í dag. Hann verður í beinni útsendingu á RÚV.is, RÚV og Rás 2. Fundurinn er textaður á síðu 888 og táknmálstúlkur verður á staðnum.

Á fundinum fara Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, yfir stöðu mála með tillti til COVID-19. Jafnframt ræðir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um birgðastöðu í landinu.

Útsendingin hefst kl. 14. 

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV