Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ungmenni í slag með grímur og klúta fyrir andlitum

Mynd með færslu
Ólíklegt er að ungmennin hafi notast við grímu eins og þessa. Mynd: Shutterstock
Lögreglan í Hafnarfirði fékk á áttunda tímanum í kvöld tilkynningu um hóp ungmenna með grímur og klúta fyrir andlitum. Fram kemur í dagbók lögreglu að þau hafi verið að slást og að slagsmálin hafi verið yfirstaðin þegar lögreglan kom á staðin. Engin meiðsl voru tilkynnt eftir átökin.

Lögreglan hafði jafnframt afskipti af þremur ökumönnum sem óku undir áhrifum fíkniefna auk þess sem tilkynnt var um innbrot í skóla í Háaleitis-og Bústaðahverfinu. Innbrotið er í rannsókn.

Þá var lögreglan kölluð til vegna þriggja bíla áreksturs á Bústaðavegi. Allt sem lentu í árekstrinum voru fluttir á slysadeild til skoðunar en meiðsl þeirra reyndust minniháttar.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV