Ungfrú klukka vinsæl enn í dag

Mynd með færslu
 Mynd:

Ungfrú klukka vinsæl enn í dag

04.11.2013 - 10:04
Þegar klukkuþjónusta Símans var sett á laggirnar árið 1937 leysti hún mjög aðkallandi vandamál. Þannig var að fólk leitaði mikið til úrsmiða, slökkviliðsins og lögreglunnar til þess að fá að vita hvað klukkan væri.

Árið 1937 létti mikið á úrsmiðum, lögreglumönnum og slökkviliðsmönnum því uppfrá því var hægt að hringja í símanúmerið 03 og fá úr því skorið hvað tímanum liði. Seinna varð símanúmerið 04 hjá Ungfrú klukku, sem svo er kölluð, en í dag er hringt í 155. Þótt nokkuð hafi dregið úr vinsældum ungfrúarinnar eftir því sem klukkur hafa orðið algengari og áreiðanlegri er enn þann dag í dag mikið til hennar leitað. Að meðaltali berast henni um 10.000 símtöl á mánuði.

Landinn fór og skoðaði fyrstu útgáfuna af Ungfrú klukku, sem heldur nú til á Samgöngusafninu á Skógum.

Þáttinn í heild er hægt að sjá hér.
Samfélag Landans á Facebook.
Við erum á Instagram.