Nýjar myndir frá Grímsvötnum sýna undraveröld sem þar hefur myndast. Landið breytist þó hratt og ekki víst að eyja sem var í gígnum miðjum í fyrradag sé þar enn. Stór hópur fólks úr Jöklarannsóknarfélagi Íslands fór upp að sigkatlinum þar sem vatn hefur sigið og gígarnir frá í fyrra sjást vel.