Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Undraveröld Grímsvatna - Myndir

05.06.2012 - 15:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Nýjar myndir frá Grímsvötnum sýna undraveröld sem þar hefur myndast. Landið breytist þó hratt og ekki víst að eyja sem var í gígnum miðjum í fyrradag sé þar enn. Stór hópur fólks úr Jöklarannsóknarfélagi Íslands fór upp að sigkatlinum þar sem vatn hefur sigið og gígarnir frá í fyrra sjást vel.

Sigketillinn sem myndaðist í Grímsvatnagosinu, var um 1,5 km langur og 800 metra breiður. 

Með í för Jöklarannsóknarfélagsins var Ómar Ragnarsson sem tók þessar myndir.