Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Una Stef - Beatles - Arcade Fire og Tornados

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Una Stef - Beatles - Arcade Fire og Tornados

04.10.2019 - 14:09

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er tónlistarkonan Una Stef sem mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína kl. 21.00. Hún er með hljómsveit sem heitir The Beatles.

Plata þáttarins er Funeral, fyrsta stóra plata kanadísku rokksveitarinnar Arcade Fire sem kom út 14. September 2004, fyrir 15 árum og nokkrum dögum síðan.

Platan heitir Funeral (jarðarför) vegna þess að liðsmenn sveitarinnar höfðu margir nýlega misst fólk nákomið sér. Einn missti ömmu sína og annar afa, og einn tvær frænkur, allt á stuttum tíma.

Grunnar plötunnar voru teknir upp á einin viku í ágúst 2003 á hóteli í Montreal í Quebec í Kanada sem heitir Hotel2Tango. Hún var svo kláruð eftir áramótin 2003-2004.

Fimm af lögum plötunnar voru gefin út á smáskífum og þeirra vinsælasta varð Rebellion (Lies) sem náði 19. Sæti breska vinsældalistans.

Annað lag, Wake up, notaði U2 sem opnunarlag tónleika sinna í Vertigo tónleikaferðinni 2005-2006 og David Bowie söng lagið með sveitinni á New York fashion rocks 2005, en það var í eitt síðasta skiptið sem Bowie kom fram á tónleikum.

Platan var tilnefnd til Grammy verðlauna í flokknum „Best Alternative Music Album“. Hún fékk frábæra dóma oig sveitin eignaðist hratt og örugglega fjölda aðdáenda um allan heim. Þegar tónlistarárið 2004 var svo gert upp í upphafi árs 2005 lenti Funeral á fjölda lista yfir bestu plöturnar. Eina platan sem lenti oftar á topp 10 á þessum árslistum það árið var Kid A með Radiohead.

Funeral er á nýjasta lista Rolling Stone yfir bestu plötur allra tíma í sæti 151. Við heyrum nokkur lög Funeral í Füzz í kvöld.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með gömlu ensku hljómsveitinni The Tornados.

lagalisti þáttarins:
Fræbbblarnir og Halli Reynis - Fölar rósir
Slade - Far far away
Tame Impala - Elephant
Pink Milk - Drömmens skepp
Leaves - Catch
Steppenwolf - Magic carpet ride
Steppenwolf - Smokey factory blues (vinur þáttarins)
Arcade Fire - Neighborhood #1 (Tunnels) (plata þáttarins)
Rebecca Lou - No surrender
SIMATÍMI
Sigur Rós - Stormur
Sabaton - Bismarck (óskalag)
Skálmöld - Kvaðning (óskalag)
Tool - Invincible
Steppenwolf - Born to be wild
Arcade Fire - Rebellion (Lies) (plata þáttarins)
GESTUR FUZZ - UNA STEF
Una Stef band - Rock steady (Live Airwaves)
UNA II
The Beatles - Drive my car
UNA III
The Beatles - I´m looking through you
Patti Smith - Dancing barefoot
King Crimson - Epitaph (óskalag)
A+B
The Tornados - Telstar (A)
The Tornados - Jungle fever (B)
Foghat - Sweet home Chicago
Arcade Fire - Wake up (plata þáttarins)

Tengdar fréttir

Tónlist

Bibbi - Bad Religion og Manics

Tónlist

Svanhildur Hólm, Maiden, Cult og Nirvana

Tónlist

Eyþór Ingi, Jeff Buckley og CCR

Tónlist

Bjarnheiður - U2, Oasis og Rod Stewart