Umferðarslys við Geysi

15.07.2019 - 11:32
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Fjórhjólaslys varð við Geysi í Bláskógabyggð í morgun. Elís Kjartansson hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að fjórhjól hafi oltið og ökumaður þess slasast. Verið sé undirbúa að flytja manninn með þyrlu á spítala í Reykjavík.  

Í frétt Vísis segir að alvarlegt umferðarslys hafi orðið við Geysi á ellefta tímanum í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið send á vettvang.

Í samtali við fréttastofu staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar að vettvangsliðar hafi verið kallaðir út frá Flúðum. Þeir séu í raun aukið viðbragð þegar beðið er eftir sjúkrabíl eða þyrlu á vettvang. 

Elís segir að búast megi við umferðartöfum við Geysi þar sem vettvangsvinna standi yfir. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi