Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Umferðarlokanir vegna tónleika Ed Sheeran

10.08.2019 - 10:21
Mynd með færslu
 Mynd: EPA - RÚV
Vegna tónleika Ed Sheeran á Laugardalsvelli verður lokað fyrir umferð um Reykjaveg og Engjaveg frá hádegi í dag og á morgun. Suðurlandsbraut verður lokuð fyrir umferð af sömu ástæðu síðdegis. Göturnar verða opnaðar aftur þegar tónleikagestir eru komnir úr Laugardalnum. Óvíst er hversu langan tíma það taki.

Þetta segir í tilkynningu á Facebook síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan minnir á tímabundið bann við drónaflugi í Laugardalnum og nágrenni sem tekur gildi klukkan eitt í dag og stendur til miðnættis á morgun.

Búist er við meira en fimmtíu þúsund manns á tónleikana um helgina. Lögreglan hvetur tónleikagesti til að mæta tímanlega. 

Þá er frítt í strætó fyrir tónleikagesti um helgina. Boðið verður upp á strætóskutlur á milli Kringlunnar og tónleikasvæðisins og er ökumönnum bent á að leggja við Kringluna eða hjá Sjóvá húsinu. 

Fréttin hefur verið uppfærð.