Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Um hálf milljón örnefna á Íslandi

09.07.2019 - 10:56
Mynd: Wikipedia / Wikipedia
Talið er að hér á landi séu um hálf milljón örnefna. Það er ótrúlegur fjöldi í landi sem er rétt rúmlega 100 þúsund ferkílómetrar. Það sem meira er, einungis 120 þúsund af þessum örnefnum hafa verið skráð, og því eru um 380 þúsund örnefni enn óskráð.

Landmælingar Íslands eru í kappi við tímann að skrá og staðsetja örnefnin áður en vitneskjan um þau glatast. Eydís Líndal Finnbogadóttir, nýr forstjóri Landmælinga Íslands, var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1. Hún sagði hlustendum frá eðli örnefna, hvernig þeim er safnað saman og hversu gagnleg örnefni voru fyrr á tímum. Þau voru hálfgerð GPS-hnit fyrri kynslóða. 

Hægt er að hlusta viðtalið við Eydísi í spilaranum hér að ofan.

 

johannhlidar's picture
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV