Landmælingar Íslands eru í kappi við tímann að skrá og staðsetja örnefnin áður en vitneskjan um þau glatast. Eydís Líndal Finnbogadóttir, nýr forstjóri Landmælinga Íslands, var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1. Hún sagði hlustendum frá eðli örnefna, hvernig þeim er safnað saman og hversu gagnleg örnefni voru fyrr á tímum. Þau voru hálfgerð GPS-hnit fyrri kynslóða.
Hægt er að hlusta viðtalið við Eydísi í spilaranum hér að ofan.