Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Tvívegis snúið við vegna bilunar á leið til Akureyrar

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Flugvél Air Iceland Connect á leið til Akureyrar frá Reykjavík var tvívegis snúið til baka til Reykjavíkurflugvallar í morgun vegna vélarbilunar.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við fréttastofu að talið var að búið væri að koma í veg fyrir frekari bilun eftir að vélinni var snúið við í fyrra skiptið. Þegar hún var komin í loftið á ný þótti þó vissara að snúa henni aftur til Reykjavíkur til frekari skoðunar.

Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins er næsta flug á dagskrá frá Reykjavík til Akureyrar á áætlun klukkan 13.55. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV