Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Tvíbent landkynning í New York Times

11.01.2014 - 01:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Bandaríska stórblaðið The New York Times birti í gærkvöld listi yfir 52 staði til að heimsækja á þessu ári. Þar er meðal annars minnst á hálendi Íslands – en ástæðurnar eru ekki fagrar.

„Náttúruundur eru í hættu, sjáið þau áður en það verður of seint“ hljómar undirskrift greinarinnar um hálendi Íslands. Blaðamaður New York Times staðhæfir þar að þó ríkisstjórnin hafi um árabil verndað hálendið virðist það vera að breytast, ríkisstjórnin hafi gefið út að þessar friðanir verði dregnar til baka og leyfðar verði virkjanir á hálendinu. Fleiri ónáttúruvæn frumvörp séu svo í farvatninu. Ræðir blaðamaður við Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands sem segir að hætta sé á að hálendið verði gjöreyðilagt.