Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Tveir til viðbótar úr Verónaflugi smitaðir

09.03.2020 - 13:10
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Bragi Valgeirsson
Tveir einstaklingar sem komu til landsins með flugi frá Veróna á Ítalíu síðastliðinn laugardag greindust í morgun með COVID-19 smit. Þeir eru fjórði og fimmti einstaklingurinn úr því flugi til að greinast með veiruna. Alls hafa 60 smit verið greind hérlendis. Þar af eru fimmtíu einstaklingar sem smituðust erlendis og tíu sem smituðust innanlands.

Blaðamannafundur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og landlæknis verður haldinn klukkan tvö og verður í beinni útsendingu á RÚV, RÚV.is og Rás 2.

Fram kom í fréttum RÚV í hádeginu að tugir starfsmanna Landspítalans eru í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19 veirunnar. Greint var frá því í gær að fimm hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi hafa greinst með smit. 

Fréttin verður uppfærð.