Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Tveir snarpir skjálftar með skömmu millibili

28.03.2020 - 13:21
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Tveir jarðskjálftar urðu rétt austan við fjallið Þorbjörn skömmu fyrir klukkan tólf. Skjálftarnir voru 2,8 og 3,0 að stærð og voru um 15 sekúndur á milli þeirra.

Skjálftanna varð vart í Grindavík, en nokkur skjálftavirkni hefur verið á svæðinu síðustu vikur í tengslum við landris við Þorbjörn.

Óvissustig vegna landriss er enn í gildi hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.