Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tveir snarpir skjálftar í Bárðarbungu

05.01.2020 - 05:46
Mynd með færslu
 Mynd: Ómar Ragnarsson
Tveir öflugir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu á fimmta tímanum í morgun. Um hálf fimm varð skjálfti af stærðinni 5,0 og rétt fyrir klukkan fimm kom annar skjálfti sem var 4,2 að stærð. Að sögn sérfræðings á vakt hjá Veðurstofu Íslands eru þó engin merki um gosóróa í Bárðarbungu.

Skjálftarnir áttu upptök sín á ríflega eins kílómetra dýpi í norðaustanverðri Bárðarbungu. Nokkrir skjálftar hafa mælst þar síðustu klukkustundir, eða um átta til tíu talsins.

Talsvert er síðan skjálfti af þessari stærðargráðu mældist hér á landi. Í Bárðarbungu mældist skjálfti yfir fimm að stærð þegar gaus í fjallinu árið 2015. Áfram verður fylgst náið með gangi mála á svæðinu.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV