Tveir öflugir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu á fimmta tímanum í morgun. Um hálf fimm varð skjálfti af stærðinni 5,0 og rétt fyrir klukkan fimm kom annar skjálfti sem var 4,2 að stærð. Að sögn sérfræðings á vakt hjá Veðurstofu Íslands eru þó engin merki um gosóróa í Bárðarbungu.