Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Tveir ráðherrar til Sochi

Mynd með færslu
 Mynd:

Tveir ráðherrar til Sochi

23.01.2014 - 13:20
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra ætla að sækja vetrarólympíuleikana sem hefjast í rússnesku borginni Sochi í næsta mánuði. Þetta kom fram á Alþingi fyrir hádegi og sögðust ráðherrarnir ætla að koma mótmælum á mannréttindabrotum á framfæri.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á vaxandi ofsóknum gegn samkynhneigðum í Rússlandi og þeirri staðreynd að nú þegar hefðu margir þjóðarleiðtogar afboðað komu sína á leikana. Valgerður Bjarnadóttir, flokkssystir hennar, sagðist ekki vilja sjá það að íslenskir ráðherrar færu á ólympíuleikana í nafni þjóðar sinnar.

Tengdar fréttir

Vetrarólympíuleikar

Dulin skilaboð í búningum Þjóðverja?

Norður Ameríka

Obama og Pútín ræða Sochi

Íþróttir

Íbúar Sochi kvarta undan framkvæmdum

Ólympíuleikar

Vill sniðganga Ólympíuleikana í Sochi