Tuttugu starfsmönnum sagt upp hjá Sýn

26.03.2020 - 16:43
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Tuttugu starfsmönnum fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar var sagt upp störfum í dag. DV sagði fyrst frá en heimildir fréttastofu herma hið sama. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu var engum fréttamönnum sagt upp. En uppsagnirnar ná meðal annars til íþróttadeildarinnar. DV hefur fengið staðfest frá Arnari Björnssyni. íþróttafréttamanni, að hann sé á meðal þeirra sem var sagt upp. 

Sýn rekur fjarskiptaþjónustu undir merkjum Vodafone og er auk þess stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtæki landsins. Á meðal fjölmiðla í eigu fyrirtækisins eru Stöð 2, Vísir og Bylgjan. 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi