Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tugir þúsunda þurfa aðstoð

03.09.2019 - 12:12
epa07814299 A still image dated 02 September 2019 and made available by the National Fisheries Association of the Bahamas 03 September 2019, showing flooding on street as Hurricane Dorian hits the Bahamas with heavy winds. Hurricane Dorian, which made landfall on the Bahamas as category 5 and now reclassified as category 4, is expected to continue on its projected path towards the Florida coast in the upcoming days.  EPA-EFE/NATIONAL FISHERIES ASSOCIATION OF THE BAHAMAS   EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - BAHAMAS FISHERIES ASSOCIATION
Hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna segjast vera reiðubúnar til að flytja matvæli og hjálpargögn til nauðstaddra á Bahamaeyjum þegar fellibylurinn Dorian er genginn þar yfir. Að minnsta kosti fimm hafa látist í óveðrinu og þúsundir húsa eyðilagst.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 61.000 manns þurfi matvælaaðstoð á Bahama-eyjum, 47,000 á eynni Grand Bahama og 14.000 á Abaco-eyjum. Þá er búist við vatnsskorti á hamfarasvæðunum og segja hjálparstofnanir að leggja verði áherslu á koma vatnsveitum í lag sem fyrst.

Fellibylurinn hefur valdið mikilli eyðileggingu og er talið að allt að 13.000 hús hafi skemmst eða eyðilagst. Fellibylurinn hefur lítið færst úr stað síðan í gær, liggur enn yfir eynni Grand Bahama og verður þar næstu klukkustundir.

Dregið hefur úr vindhraða undanfarinn sólahring og telst Dorian nú þriðja stigs bylur, en náði fimmta og efsta stiginu í fyrradag.

Víða á Abaco-eyjum og Grand Bahama eru stór svæði undir vatni, svo erfitt er að sinna hjálpar- og björgunarstarfi.

Denis McClean, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir að þetta sé fjórða árið í röð sem fellibyljir ná mesta styrkleika eins og Dorian og valda svo mikilli eyðileggingu og raun ber vitni.

McClean segir að ekki sé hægt að undanskilja það þeirri staðreynd að síðustu fimm ár hafi verið slegin hitamet sem rekja megi til hlýnunar af völdum gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu.
 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV