Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tugir bíla í vandræðum vegna ófærðar og veðurs

15.03.2020 - 15:02
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út til aðstoðar ökumönnum og farþegum minnst áttatíu bíla. Koma þurfti fólki til aðstoðar bæði á Öxnadalsheiði og í Ljósavatnsskarði.

Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan hálf þrjú til að aðstoða fólk sem er í vanda á Öxnadalsheiði. Þar eru yfir fimmtíu bílar fastir eða í annars konar vandræðum. Vegagerðin hafði reynt að koma fólki til aðstoðar en kallaði að lokum á björgunarsveitir. Mikil ófærð og leiðindaveður er á þessum slóðum.

Ekki tekur betra við í Ljósavatnsskarði. Björgunarsveitarfólk er farið þangað til að koma ökumönnum og farþegum ríflega 30 bíla í skjól. 

Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV