Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tuga saknað eftir aurskriðu í Kína

24.07.2019 - 12:26
Mynd: EPA-EFE / Featurechina
Þrettán hafa fundist látnir og 35 er saknað eftir að aurskriða féll í gærkvöld yfir 21 hús í þorpi í Guizhou í suðvesturhluta Kína. Ellefu var bjargað úr aurnum. Mikið hefur rignt á þessum slóðum að undanförnu.

Myndir frá kínversku sjónvarpsstöðinni CCTV sýna að hlíðin þar sem skriðan féll er þakin leðju. Á sjötta hundrað björgunarmenn leita að fólki í skriðunni. Xi Jinping, forseti Kína, hefur fyrirskipað ítarlega rannsókn á atvikinu. Hann hefur skipað almannavörnum að sjá til þess að svipuð atvik hendi ekki.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV