Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í kvöld yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna COVID-19 veirunnar. Hann ætlar að veita 50 milljörðum bandaríkjadala í baráttuna gegn veirunni. Þetta kom fram í ávarpi Trumps í kvöld. Trump bað hvern spítala í landinu að virkja neyðaráætlanir sínar.