Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum

13.03.2020 - 19:42
epa08027471 US President Donald J. Trump during the 72nd National Thanksgiving Turkey Presentation, in the Rose Garden of the White House in Washington, DC, USA, 26 November 2019. President trump has pardoned a turkey named 'Butter'.  This year's candidates to be the National Thanksgiving Turkey were from North Carolina and named 'Bread' and 'Butter', weighing forty-five and forty-seven pounds respectively. Both turkeys will go to live at 'Gobbler's Rest' on the campus of Virginia Tech University.  EPA-EFE/CHRIS KLEPONIS / POOL
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Mynd: EPA-EFE - POLARIS POOL
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í kvöld yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna COVID-19 veirunnar. Hann ætlar að veita 50 milljörðum bandaríkjadala í baráttuna gegn veirunni. Þetta kom fram í ávarpi Trumps í kvöld. Trump bað hvern spítala í landinu að virkja neyðaráætlanir sínar.

Trump sagði að ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna, sem tók gildi í dag, ætti eftir að bjarga lífi lífi fólks. Hann sagði ástandið sem nú gengur yfir vera tímabundið. 

Trump sagði að meiri áhersla yrði lögð á að prófa fólk vegna veirunnar. En hann bætti við að það þyrfti ekki að prófa hvern einasta Bandaríkjamann. „Við viljum ekki að fólk sé prófað ef við teljum það vera óþarfa,“ sagði Trump.

Fleiri lönd setja ferðatakmarkanir

Rússnesk stjórnvöld tilkynntu fyrr í kvöld að þau myndu takmarka flug frá Evrópu til Rússlands. Pólverjar hafa líka sett slíkt bann. 

Þá sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, að landamærum að Danmörku yrði lokað á hádegi á morgun. Herinn og danska lögreglan sjá um að framfylgja landamæraeftirliti. 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV