Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Trump kynnti friðaráætlun sína í kvöld

28.01.2020 - 21:30
President Donald Trump delivers remarks on Iran, at his Mar-a-Lago property, Friday, Jan. 3, 2020, in Palm Beach, Fla. (AP Photo/ Evan Vucci)
 Mynd: AP
Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti áætlun sína sem á stilla til friðar milli Ísraels og Palestínu í Washington á sjötta tímanum í kvöld. Hún byggir á svokallaðri tveggja ríkja lausn, Trump segir þetta síðasta tækifæri Palestínumanna til að fá að stofna eigið ríki. 

Lengi hefur verið bið eftir þessari áætlun sem telur fimmtíu blaðsíður. Trump hefur kallað hana samning aldarinnar. Áætlunin virðist gerð í góðu samráði við ísraelsk stjórnvöld því Trump var ekki einn að kynna innihaldið.

„Of oft hefur verið þrýst á Ísraela að færa sig frá mikilvægu svæðum eins og Jórdan. En þú sérð að Ísrael þarf að hafa yfirráð yfir Jórdandal og á öðrum svæðum eins og Júdeu og Samaríu,“ sagði Netanjahú.

Þarna vísar Netanjahú til Bilbíunnar en þetta svæði kallast í dag Vesturbakkinn. Samkvæmt áætluninni verða landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum, sem eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum, viðurkenndar sem ísraelskt landsvæði. Landtökubyggðirnar hafa lengi verið eitt helsta deiluefnið og stjórnvöld í Palestínu hafa þegar hafnað áætluninni.Trump segir átælunina byggja á tveggja ríkja lausn, en óljóst er er hvenær Palestínumenn fá sitt ríki. 

Palestínskt stjórnvöld voru ekki höfð með í ráðum við gerð áætlunarinnar. Forsætistráðherra Palestínu sagði í gær að Bandaríkin hafi fyrir löngu misst trúverðugleika sem málamiðlari í friðarferli Ísraels og Palestínu. 
 

 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV