Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Trump: „Íran gerði mjög slæm mistök!“

20.06.2019 - 14:49
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Íranir skutu niður bandarískan dróna í gær og Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti í dag um málið. Hann segir þetta mikil mistök af hálfu stjórnvalda í Teheran.

Íranir halda því fram að dróninn hafi rofið lofthelgi landsins en Bandaríkjaher hafnar því, þetta hafi verið tilefnislaus árás í alþjóðlegri lofthelgi.

Leiðtogi íranska byltingarvarðliðsins Hossein Salami sagði fyrr í dag að skýr skilaboð hafi verið send til Bandaríkjamanna með því að skjóta niður drónann.

Í gær sagði varnarmálaráðherra Írans, Ali Shamkhani, að stjórnvöld í Teheran myndu bregðast harkalega við allri ágengni erlendra ríkja.