Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Trump hvetur til samstöðu gegn gyðingahatri

epa08027471 US President Donald J. Trump during the 72nd National Thanksgiving Turkey Presentation, in the Rose Garden of the White House in Washington, DC, USA, 26 November 2019. President trump has pardoned a turkey named 'Butter'.  This year's candidates to be the National Thanksgiving Turkey were from North Carolina and named 'Bread' and 'Butter', weighing forty-five and forty-seven pounds respectively. Both turkeys will go to live at 'Gobbler's Rest' on the campus of Virginia Tech University.  EPA-EFE/CHRIS KLEPONIS / POOL
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Mynd: EPA-EFE - POLARIS POOL
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt landa sína til að sýna samstöðu í baráttunni gegn gyðingahatri eftir að fimm gyðingar særðust í sveðjuárás á heimili rabbína í Monsey New York ríki í gær. Tvennt er enn á sjúkrahúsi eftir árásina.

Að sögn vitna réðst maðurinn inn á heimilið þar sem fram fóru hátíðarhöld vegna ljósahátíðarinnar, dró upp sveðju og réðst að fólki sem reyndi að stöðva hann með því að kasta stórum og borðum í hann. Hann reyndi síðan að komast inn í bænahús hliðina á heimilinu en flúði síðan af vettvangi á bíl.

epa08094382 Hasidic rabbi Chaim Leibush Rottenberg, (C) leads Ultra-Orthodox Jews in  the Inauguration of a Torah scroll ceremony outside his home in Monsey, New York, USA, 29 December 2019. On 28 December an intruder with a large knife burst into the home of Hasidic rabbi Chaim Rottenberg in Monsey, New York an upstate suburb and stabbed and wounded five people during a Hanukkah candle lighting ceremony.  EPA-EFE/PETER FOLEY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rabbíninn Chaim Leibush Rottenberg leiðir trúarathöfn fyrr í dag fyrir framan heimili sitt þar sem árásin var gerð.

Meintur árásarmaður, hinn 37 ára gamli Grafton Thomas, var handtekinn í Harlem-hverfi New York borgar skömmu síðar. Hann hefur verið ákærður fyrir fimm tilraunir til manndráps og innbrot. 

Á Twitter sagði forsetinn að árásin hefði verið hrottafengin og Bandaríkjamenn þyrftu að standa saman til að berjast gegn gyðingahatri. Hann og Melania forsetafrú óskuðu fórnarlömbum skjóts bata.

Reuven Rivlin Forseti Ísraels hefur fordæmt verknaðinn og segir vaxandi gyðingahatur ekki einvörðungu vandamál gyðinga eða Ísraelsríkis. Heimsbyggðin yrði að standa saman og mæta slíkri illsku sama hvar hún skyti upp kollinum.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV