Trump byrjaður að reka þá sem báru vitni gegn honum

epa08201537 (FILE) US Army Lieutenant Colonel Alexander Vindman (C), the top Ukraine expert on the National Security Council, arrives for a closed session before the House Intelligence, Foreign Affairs and Oversight committees at the US Capitol in Washington, DC, USA, 29 October 2019 (reissued 07 February 2020). According to reports US Army Lieutenant Colonel Alexander Vindman was removed from his White House position and US Ambassador to the European Union Gordon Sondland was recalled on 07 February 2020. Vindman and Sondland both testified before the House Permanent Select Committee on Intelligence during the impeachment inquiry public hearings. Vindman's twin brother Yevgeny, who did not testify, was also fired according to Alexander Vindman's lawyer.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump rak á föstudag tvo háttsetta opinbera starfsmenn sem báru vitni gegn honum í málatilbúnaði Demókrata á hendur forsetanum. Sá fyrri til að fjúka var Alexander Vindman, undirofursti, sem forsetinn rak úr þjóðaröryggisráðinu. Hinn er Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu.

„Mér var tilkynnt það í dag að forsetinn hyggist leysa mig frá störfum sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu tafarlaust,“ sagði Sondman í tilkynningu sem birt var í bandarískum fjölmiðlum.

Nokkrum klukkustundum fyrr barst tilkynning um að Vindman hefði verið rekinn úr starfsliði Hvíta hússins, þar sem hann átti sæti í þjóðaröryggisráðinu. Var honum vísað út úr Hvíta húsinu í fylgd öryggisvarða eftir brottreksturinn. Lögmaður hans, David Pressman, segir brottreksturinn hefndaraðgerð forsetans. „Vindman var látinn fara fyrir að hafa sagt sannleikann,“ sagði Pressman.

Hefur hótað hefndum eftir sýknudóminn

Trump, sem á miðvikudag var sýknaður af ákæru Demókrata um brot í embætti, tjáði óánægju sína með Vindman á fréttamannafundi og sagðist vilja losna við hann. Vindman var yfirmaður Evrópumála í þjóðaröryggisráðinu. Hann var viðstaddur þegar Trump ræddi við Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseta, hinn 25. júlí í fyrra, og fór fram á að Zelensky beitti sér fyrir rannsókn á Demókratanum Joe Biden, fyrrverandi varaforseta.

Sondland bar vitni um það fyrir þingnefnd, að Trump hefði sett rannsóknina á Biden og syni hans sem skilyrði fyrir því, að hann gæfi grænt ljós á boðaða 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu, sem hann stöðvaði sjálfur nokkru fyrr.

Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákærðu Trump fyrir brot í embætti en Repúblikanar í öldungadeildinni sýknuðu forsetann. Eftir sýknuúrskurðinn hefur Trump hótað hefndum. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi