Trufluðustu tískuaugnablikin á Grammy-verðlaununum

epa08168462 Ariana Grande arrives for the 62nd annual Grammy Awards ceremony at the Staples Center in Los Angeles, California, USA, 26 January 2020.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Trufluðustu tískuaugnablikin á Grammy-verðlaununum

27.01.2020 - 13:05
Grammy-verðlaunin fóru fram í 62. sinn í Los Angeles í nótt og stærstu tónlistarstjörnur heimsins létu ekki sitt eftir liggja þegar kom að áberandi yfirlýsingum á rauða dreglinum.

Billie Eilish sópaði að sér verðlaunum á hátíðinni sem litaðist að sjálfsögðu af hræðilegum fréttum af andláti körfuboltagoðasagnarinnar Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Hátíðin fór fram í Staples-höllinni í Los Angeles þar sem Kobe spilaði nær allan ferilinn með Los Angeles Lakers og söngkonan Lizzo hóf opnunaratriðið á tileinka kvöldið honum.

Billie Eilish sankaði að sér verðlaunum, hlaut fimm grammófóna og var eins og oft áður áberandi á rauða dreglinum í svörtum og grænum Gucci galla. Lizzo vakti sömuleiðis athygli í konunglegum hvítum og silfruðum kjól og Dua Lipa þótti vera í einstaklega vel heppnuðu hvítu silkisetti. 

Mynd með færslu
 Mynd: Etienne Laurent - EPA
Lizzo, Billie Eilish og Dua Lipa

Tískuaugnablik kvöldsins verður hins vegar að öllum ólöstuðum að fara til söngkonunnar Ariönu Grande sem klæddist risavöxnum púffuðum siffon kjól sem minnti helst á Öskubusku. 

epa08168469 Ariana Grande arrives for the 62nd annual Grammy Awards ceremony at the Staples Center in Los Angeles, California, USA, 26 January 2020.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tískuaugnablik kvöldsins?

Karlmennirnir slepptu ekki yfirlýsingunum heldur og þónokkrir þeirra skelltu sér í kúrekaþema. Flytjandi Old Town Road, eins vinsælasta lags ársins, Lil Nas X lét sig ekki vanta í það partý og klæddist neon bleikum kúrekagalla. Billy Porter sveik okkur heldur ekki og var glæsilegur í bláum glimmergalla sem var augljóslega innblásinn af vilta vestrinu. Tyler the Creator fór líka óvenjulegar leiðir og mætti í áhugaverðum bleikum brytagalla með risavaxna tösku meðferðis. 

Mynd með færslu
 Mynd: Etienne Laurent - EPA
Tyler the Creator, Lil Nas X og Billy Porter vöktu athygli.

Jonas bræðurnir voru flottir í taujinu eins og oft áður og ákváðu í gærkvöldi að vera svona nokkurn veginn í stíl í kopruðum og munstruðum jakkafötum. 

epa08168474 (L-R) Kevin Jonas, Nick Jonas and Joe Jonas arrive for the 62nd annual Grammy Awards ceremony at the Staples Center in Los Angeles, California, USA, 26 January 2020.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Kevin, Nick og Joe Jonas.

Stjörnurnar hafa oft í gegnum tíðina parað sig og fjölmörg pör geisluðu á dreglinum í gær. Söngvarinn James Blake og leikkonan Jameela Jamil voru stórglæsileg saman og það voru Chrissy Teigen og John Legend líka. 

Mynd með færslu
 Mynd: Etienne Laurent - EPA
James Blake og Jameela Jamil og Chrissy Teigen og John Legend