Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Truflanir á flugi og þúsundum gert að yfirgefa heimilin

12.01.2020 - 18:53
Erlent · Hamfarir · eldgos
epaselect epa08121861 People take cover under a large plastic sheet as a column of ash spews from erupting Taal Volcano over Tagaytay city, Philippines, 12 January 2020. According to media reports, evacuations are underway as the volcano spewed ash as high as 1,000 meters into the sky.  EPA-EFE/FRANCIS R. MALASIG
 Mynd: EPA - RÚV
Þúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín á Filippseyjum eftir að eldgos hófst þar í dag.

Eldfjallið sem gýs heitir Taal og stendur suður af höfuðborginni Manila. Eldfjallið er það næst virkasta í landinu. Yfirvöld vara við að eldgosið sé síst í rénun og eigi líklega eftir að vara lengi. Þá eru líkur á að jarðhræringunum fylgi flóð. Öllu flugi frá alþjóðaflugvellinum í Manila var frestað í dag vegna öskufalls úr fjallinu. 

Íbúi á Tagaytay, sem er nærri Taal, sagði við Reuters fréttastofuna að hann hefði verið að snæða hádegismat þegar hann heyrði mikil óhljóð. „Við sáum fjallið gjósa. Það rigndi yfir okkur og askan fell á jörðina,“ sagði Jon Patrick Yen. „Ég bjóst ekki við því að sjá neitt þessu líkt,“ sagði hann. 

Taal er eitt af minnstu eldfjöllum í heimi. Alls eru 34 eldgos skráð á síðustu 450 árum. 
 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV