Trommararnir alltaf seinir á næsta gigg

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Trommararnir alltaf seinir á næsta gigg

01.11.2019 - 14:57
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefst í næstu viku. Af því tilefni fengum við til okkar þrjá þungavigtar trommara til að tala um öll ævintýrin sem þau hafa lent í á hátíðinni í gegnum árin.

Það eru þau Hrafnkell Örn (Keli), Sólrún Mjöll og Bergur Einar sem settust niður með okkur og ræddu um Airwaves hátíðina og hvernig það er að koma fram á tugum tónleika á hverri hátíð. Keli, sem er trommari Agent Fresco en hefur líka trommað með Emmsjé Gauta og fleirum, á metið en hann hefur komið fram á 28 tónleikum á einni hátíð. 

„Maður er alltaf seinn. Maður er alltaf orðinn stressaður þegar maður er að tromma síðasta lagið og er bara, ég er orðinn of seinn á næsta gigg,“ segir Keli um þeytinginn sem hann er alla jafna á á hátíðinni. 

Airwaves hátíðin hefst á miðvikudag og stendur yfir til laugardags. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Iceland Airwaves í fyrra og fyrr