Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Troðfullt hús yfir 20 ára tónleikaupptökum

epa03765732 Guitarist and vocalist Jon Por Birgisson aka Jonsi of Icelandic band Sigur Ros performs during a concert at the OpenAir St.Gallen music festival 2013 in St Gallen, Switzerland, 28 June 2013. The festival runs from 27 to 30 June.  EPA/ENNIO
 Mynd: EPA - KEYSTONE

Troðfullt hús yfir 20 ára tónleikaupptökum

13.06.2019 - 13:36

Höfundar

Hljómsveitin Sigur Rós hélt útgáfutónleika fyrir aðra plötu sína, Ágætis byrjun, þann 12. júní árið 1999. Útgáfutónleikarnir voru hljóðritaðir á vegum Rásar 2 og í gær, tuttugu árum síðar, voru upptökurnar leiknar fyrir fullu húsi í Gamla bíói.

Sigur Rós fagnaði tuttugu ára afmæli hljómplötunnar Ágætis byrjunar með hlustunarpartíi í Gamla bíói í Reykjavík en útgáfutónleikarnir forðum fóru fram á sama stað, þá á sviði Íslensku óperunnar. Gamla bíó var þéttsetið og bauð Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu fólk velkomið auk þess sem meðlimir Sigur Rósar þökkuðu öllum þeim sem komu að hljómplötunni og útgáfutónleikunum fyrir tuttugu árum. Höfðu þeir Sigur Rósar-menn á orði að það hafi gleymst á sínum tíma að þakka mörgum sem lögðu hendur á plóg, meðal annars þeim sem spiluðu á strengi á plötunni, hljóðblönduðu og aðstoðuðu við tónleikaferðina í kjölfarið, og var þeim loks þakkað í ræðu þeirra í gær.

Hinar tuttugu ára tónleikaupptökur voru í höndum þeirra Birgis Jóns Birgissonar frá Sundlauginni og Hjartar Svavarssonar á RÚV og voru þær endurhljóðblandaðar nú í ár af þeim Birgi og Kjartani Sveinssyni fyrrum liðsmanni Sigur Rósar. Upptökuna sem spiluð var í hlustunarpartíinu má finna á YouTube-rás Sigur Rósar í takmarkaðan tíma og má sjá hér að ofan. Í myndbandi við hljóðrásina má sjá ýmis brot frá tuttugu ára ferli Sigur Rósar sem hefur verið ansi blómlegur.

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Við gerum þetta á meðan þetta er gaman“

Tónlist

„Ætluðum ekkert að stofna þessa hljómsveit“