Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Torra sakaður um óhlýðni

18.11.2019 - 09:58
Erlent · Katalónía · Spánn · Evrópa
epa08005074 Catalan regional President, Quim Torra (L), sits in the dock to attend the first session of his trial at Catalonia Higher Justice Court in Barcelona, northeastern Spain, 18 November 2019. Torra is accused of disobeying the order, ruled by Spanish Election Commission, of removing the yellow ribbons, symbol of supporting Catalan imprisoned politicians, during the election campaign for general election last 28 April. Torra could be sentenced to be disquylified from holding office for two years.  EPA-EFE/Andreu Dalmau / POOL
Quim Torra í réttarsal í morgun. Mynd: EPA-EFE - EFE POOL
Quim Torra, forseti heimastjórnar Katalóníu, kom fyrir rétt í Barcelona í morgun sakaður um óhlýðni fyrir að neita að fjarlægja tákn og merki aðskilnaðarsinna af opinberum byggingum.

Saksóknarar krefjast þess að Torra verði lýstur óhæfur til að gegna embætti í 20 mánuði, sem gerir honum ókleift að sitja áfram sem forseti Katalóníu.

Kjörstjórn á Spáni krafðist þess í mars að Torra sæi um að fjarlægja tákn aðskilnaðarsinna af opinberum byggingum í Katalóníu fyrir þingkosningarnar á Spáni í apríl.

Borði með áletruninni Frelsi fyrir pólitíska fanga og útlaga, sem hékk við skrifstofur heimastjórnar Katalóníu fór sérstaklega fyrir brjóstið á yfirvöldum á Spáni.

Tvívegis virtu aðskilnaðarsinnar að vettugi frest sem þeim var gefinn til að fjarlægja borðann, það var ekki fyrir enn lögregla ætlaði að fjarlægja borðann að það var gert.