Tónlistarfólk með fötlun skemmtir í hléi

Mynd með færslu
 Mynd: Eurovision official

Tónlistarfólk með fötlun skemmtir í hléi

16.05.2019 - 16:45

Höfundar

Seinna undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í Expohöllinni í kvöld. Hljómsveitin Shalva band, sem samanstendur af 8 einstaklingum sem öll eiga það sameiginlegt að vera með einhverskonar fötlun, treður upp í hléi.

Skemmtiatriði keppninnar í kvöld verður tónlistarflutningur frá hljómsveitinni Shalva band sem samanstendur af 8 einstaklingum með fötlun.

Shalva eru ísraelsk samtök sem starfa í þágu fólks með fötlun og stuðla að þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Shalva band samanstendur af fólki sem allt kynntist í gegnum samtökin og hefur hljómsveitin slegið í gegn í heimalandinu.

Bandið mun flytja lagið „A million dreams“ fyrir gesti og flytjendur í keppninni, en titill lagsins „Milljón draumar“ rímar vel við þema keppninnar í ár sem er „Dare to dream,“ eða „Hafðu þor til að dreyma.“ Hér fyrir neðan má sjá bandið flytja blöndu af nokkrum þekktum slögurum.

Keppnin hefst klukkan sjö að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á hana beint á RÚV.

Tengdar fréttir

Pistlar

Hatari, hvenær kemur bomban?

Tónlist

Þökkuðu Dominos og Deutsche Bank stuðninginn

Tíu tíst sem benda til þess að Hatrið sigri

Menningarefni

DR segir íslenska atriðið klikkað